Afgreiðslu AGS frestað og umsókn um EB-aðild

Verð nú að segja að það er merkilegt hvernig íslendingar ætla láta troða á sér af hálfu annarra þjóða. Kanski við eigum það skilið, en engu að síður ættum við að hafa nokkur vopn á móti.

1. Segja sig úr Nato, það mundu nú renna tvær grímur, ef ekki þrjár á flestar gamlar EB-þjóðir sem eru Natomeðlimir. Ætli þeim findist sér ekki ógnað ef þeir hefðu engan aðgang að Íslandi í miðju N-Atlantshafi? Það má alltaf ganga í Nato aftur, ef okkur bíður svo við að horfa.

2. Icesave deilan á að leysa fyrir alþjóðlegum dómstóli, þar sem hryðjuverkalög Breta eiga einnig að vera tekin fyrir og þá má benda hverning þeir með þeim endanlega hálshuggu okkur. Gamli skólafélaginn minn og harðlínukomminn, Svavar Gestsson var algjörlega óhæfur samningamaður. Held hann mætti kaupa sér litla regnhlíf svo ekki rigni upp í nefborurnar á honum. Honum var skítsama, bara flott að vera samningamaður og semja um miljarða skattahækkanir fyrir ísenska alþýðu. Nóga peninga hefur hann samt.

3. Svo er spurningin hvort Ísland ætti ekki að loka sendiráðinu í London og skipa ræðismann í staðinn, til að sína Bretum alvöru málsins og þá niðurlægingu sem þeir hafa sýnt okkur.  Ætli þeim þætti það ekki viss niðurlægin - þetta myndi áreiðanlega vekja athygli á alþjóðavettvangi.

4. Svo mætti semja hryðjuverklög sem beindist að Bretum sem hafa fryst íslenskar greiðslur, sem er reyndar hrein hryðjuverkastarfsemi. Í þessum lögum mætti gera ýmislegt erfiðara fyrir Breta á Íslandi, sem versla við Ísland og sem að koma þangað. Takmarka ferðafrelsi þeirra, klæða þá nakna í tollinum, elta og njósna um þá þegar þeir ferðast hér, aldrei að vita nema þeir séu útsendir af Gogga Brán til að njósna eða valda fleiri hryðjuverkum. Það er ekkert í Bretlandi sem við ekki getum fengið annarsstaðar.

5. Að svo margar þjóðir eru á móti okkur, ætti að gera okkur ljóst að hvalveiðar eru "tabú" í dag. Ekki svo að ég sé á móti þeim, en allmenningsálitið í heiminum gerir það að verkum að hvalveiðar eru ekki haldbærar sem sakir standa. Við áttum aldrei að byrja á þeim aftur, þótt við værum í fullum rétt. Að stanga steininn að eilífu hjálpar ekki upp á sakirnar og skynseminn verður að ráða. 

Margur sé knár þótt smár sé - en ræður ekki fár við margan. 

 


mbl.is Afgreiðslu AGS frestað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Þú ert að stórlega ofmeta mikilvægi Íslands. Held að Nató þjóðum væri nákvæmlega sama hvort við göngum úr Nató eða ekki. Er ekki einu sinni viss um að okkur yrði hleypt inn aftur nema með einhverjum skilyrðum að við förum þá að leggja til sambandsins annaðhvort herafla eða fjármagn. Þú virðist búinn að steingleyma að við erum hreinir þiggjendur í Nató.

Glugginn fyrir svona aðgerðir eins og þú ert að telja upp þarna er löngu farinn. Þetta er allt aðgerðir sem við áttum að fara í í október í fyrra. Að gera þetta allt saman núna myndi einfaldlega rústa öllu í eitt skipti fyrir öll og við gætum gleymt því að fá endurfjármögnun fyrir fyrirtækin okkar sem myndu hrynja niður á næstu mánuðum.

Jón Gunnar Bjarkan, 30.7.2009 kl. 19:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Negrinn

Höfundur

Negrinn
Negrinn
Eftirlaunaaumingi með fjölbreyttan feril, búsettur erlendis.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Venni-skati-ledurjakka
  • JohannKarlsson-OliMalari
  • IngibjörgBjarnadottir-Hverag
  • GunnaJokkums

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband