Biluð bjartsýni: ...venjast nýjum vinnustað

Maður getur bara brosað út í annað þegar íslendingar halda að nóg sé af vinnu erlendis. Í flestum löndum Evrópu er atvinnuleysi svipað og jafnvel mikið meir en á Íslandi.

Það flæðir inn fólk með góða menntun frá öllum löndum heims.

Hef verið búsettur erlendis í 20 ár, margir íslendingar sem ég hitti trúa því að gott sé að vera íslendingur erlendis - þeir séu svo eftirsóttir fyrir dugnað og hæfileika.

Þetta eru bara draumórar, afar fáir eða engir hafa reynslu af íslendingum sem vinnukrafti.

Það var öðruvísi áður þegar skortur var á vinnuafli, þá voru allir velkomnir, hvaða lýður sem helst.

Í dag eru hlutirnir allt öðruvísi.

Það eru sennilega engir úti heimi sem bíða með öndina á hálsinum eftir að ráða einhverja labbakúta frá einhverju skeri í ballarhafi, sem 99% af fólki veit nánast ekkert um.

Gleymið pípudraumnum!

 


mbl.is Undirbúa þarf búferlaflutninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bó

Sæll. Ég held að þetta sé bara alveg hárrétt hjá þér. Ég er líka búsettur erlendis og þar sem ég bý er ástandið í besta falli það sama og heima og hér á það bara eftir að versna. Hér eru fréttir af uppsögnum og auknu atvinnuleysi daglegt brauð. Held að fólk ætti aðeins að spá í þetta.

, 14.6.2009 kl. 19:17

2 identicon

Ekki sammála þessu. Ég hef búið í hinum ýmsu norðurlöndum sl 26 ár og það er ágætt framboð eftir starfsfólki, sér í lagi í Noregi. Þekki þegar nokkra sem hafa farið bæði til Danmörku og Noregs og fengið vinnu. Svo er nátturulega plús að sleppa við að borga icesafe...engin spurning.

Gudni (IP-tala skráð) 14.6.2009 kl. 21:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Negrinn

Höfundur

Negrinn
Negrinn
Eftirlaunaaumingi með fjölbreyttan feril, búsettur erlendis.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Venni-skati-ledurjakka
  • JohannKarlsson-OliMalari
  • IngibjörgBjarnadottir-Hverag
  • GunnaJokkums

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband